03/05/2024

Fjórðungssambandið þingar á Tálknafirði

Anna Guðrún52. Fjórðungsþing Fjórðungssambands Vestfirðinga er haldið um helgina á Tálknafirði og setti Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambandsins þingið fyrir skemmstu. Á þinginu eru fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum. Á þinginu verður auk hefðbundinna dagskrárliða rætt um framtíðarstjórnskipun Fjórðungssambandsins og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og nýstofnaðs Menningarráðs Vestfjarða verður kynnt. Eins verður staða sveitarfélaga gagnvart EES-samningnum rædd.

Í dag ávarpa þingið Sturla Böðvarsson forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun átti Kristján L. Möller samgönguráðherra að halda erindi, en hann boðaði forföll og í staðinn heldur Róbert Marshall aðstoðarmaður hans tölu.

Þingið stendur í tvo daga. Í gær voru einnig ýmsir undirbúningsfundir fyrir þingið og í tengslum við vestfirska samvinnu á Tálknafirði, í mesta blíðskaparveðri.

 Anna Guðrún

Fundarmenn á Fjórðungssambandsþingi

Anna Guðrún Edvardsdóttir í Bolungarvík, formaður sambandsins

frettamyndir/2007/580-fjordungsthing2.jpg

frettamyndir/2007/580-talknafj1.jpg

frettamyndir/2007/580-talknafj3.jpg

Tálknafjörður skartar sínu fegursta í gær – ljósm. Jón Jónsson