09/09/2024

Alvarlegt slys í smalamennsku

Alvarlegt slys varð í Bitrufirði í dag. Maður sem var við smalamennsku í klettum ofan við bæinn Þórustaði hrapaði og er talinn mikið slasaður. Sjúkrabíll frá Hólmavík flutti manninn af stað suður og síðan kom þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á móti sjúkrabílnum upp á Holtavörðuheiði og flutti manninn þaðan á Landspítala Háskólasjúkrahús. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var ekki unnt að gera lögreglu viðvart um slysið fyrr en 3 tímum eftir að það varð, þar sem símasambandslaust var í dalnum.