29/05/2024

Aðventukransar á Sauðfjársetrinu

Dagbjört frá föndurversluninni Hlín á Hvammstanga, ætlar að mæta á Sauðfjársetur á Ströndum í Sævangi mánudaginn 27. nóvember og kenna fólki að gera aðventukrans, hurðakrans eða jólaborðskreytingu. Námskeiðið kostar 3.000 fyrir utan efni. Skráning á námskeiðið er hjá Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins í síma 693-3474. Námskeiðið er samstarf Sauðfjársetursins og handverksfélagsins Strandakúnst.