11/10/2024

Áframhald á ljósleiðaravæðingu á Ströndum

Bæði Strandabyggð og Kaldrananeshreppur eiga kost á stuðningi við að koma ljósleiðara í dreifbýlið á næsta ári, Strandabyggð á kost á 2 styrkjum fyrir samtals 13 staði að upphæð um 7,6 millj. og Kaldrananeshreppur 2 styrkjum fyrir samtals 19 staði að upphæð rúmar 6 millj. Þetta kemur fram í niðurstöðum útboðs sem voru birt í dag. Ekki er enn búið að virkja tengingarnar á þeim heimilum í Strandabyggð sunnan Hólmavíkur sem fengu ljósleiðara lagðan heim í hús á þessu ári.