28/04/2024

Fundur um áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði

Á Hólmavík var nýverið haldinn opinn fundur fyrir ferðaþjóna á Ströndum og Reykhólahreppi og aðra hagsmunaaðila um forgangsröðun áfangastaða í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Það var Markaðsstofa Vestfjarða sem stóð fyrir fundinum sem tengist svokölluðu DMP verkefni. Líflegar umræður urðu um áfangastaði á svæðinu, forgangsröðun við uppbyggingu þeirra. hvert skyldi helst beina fjármagni og hvar skyldi helst taka til hendinni. Endaði með að almenn uppbygging á þorpunum, Hólmavík, Reykhólum og Dranganesi, sem áfangastöðum fékk mestan stuðning. Mörg önnur verkefni voru einnig nefnd til sögu og fengu stuðning fundarmanna, s.s. söfn og sýningar og umhverfi þeirra, heitir pottar og laugar, göngustígar og gönguleiðir á mörgum stöðum, þjóðgarður í Árneshreppi og fleira áhugavert.