11/10/2024

Vinnusmiðja um stafrænar sögur

Síðustu daga hafa Salvör Aradóttir og Ólafur Hrafn Júlíusson frá verkefninu Stafrænar sögur hjá ReykjavíkurAkademíunni verið á Hólmavík með vinnusmiðju fyrir ungt fólk. Smiðjan er hluti af samnorrænu verkefni sem heitir Sögur að norðan (e. Stories from the North). Grunnskólinn á Hólmavík og Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa eru samstarfsaðilar þeirra í verkefninu, sem snýst um stafræna miðlun sagna ungs fólks á norðurslóðum. Ungmenni í elstu deild grunnskólans hafa tekið þátt í vinnusmiðjunni með Salvöru og Ólafi, ásamt kennara sínum Esther Ösp Valdimarsdóttur mannfræðingi. Afraksturinn var svo sýndur í skólanum í gær við mikinn fögnuð. Gestunum var jafnframt þakkað fyrir lærdómsríkt, skemmilegt og skapandi samstarf.