Categories
Frétt

Bingó á sunnudaginn

BingóKrakkar í 8.-10. flokki Geislans í körfubolta ætla að halda bingó á sunnudaginn 6. maí og hefst skemmtunin kl. 14.00. Bingóið er til fjáröflunar vegna uppskeruferðar þeirra sem verður farin í vor til Danmerkur. Veglegir vinningar eru á boðstólum. Krakkarnir vilja ennfremur þakka kærlega öllum þeim frábæru aðilum sem hafa styrkt þau í fjáröflun þeirra í vetur, t.d. með beinu fjárframlagi, áheitum á körfuboltamaraþon, mætingu á félagsvist og kaupum á ýmsum varningi sem þau hafa gengið með í hús og boðið til sölu.