27/04/2024

Ormurinn langi

Árans ormurinnÁnamaðkar og líferni þeirra er endalaust rannsóknarefni, eins og þeir vita vel sem lesið hafa stórskemmtilegar bækur Bjarna Guðleifssonar náttúrufræðings. Í garði einum á Hólmavík fannst þessi stóri og stælti ánamaðkur annan apríl og verður að teljast merki þess að vorið sé á leiðinni. Þarna í garðinum við Höfðagötu 7 er gífurleg uppspretta svona ánamaðka og telja fróðir menn þá vera af skoskum ættum, en komu þangað frá Tröllatungu og áður frá Akureyri. Þegar fréttaritari tók viðtal við maðkinn svaraði hann út í hött og sagði að það væri kalt í veðri. Heimamenn grunar að aðrir ormar hafi gabbað hann upp á yfirborðið, látið hann skríða apríl.

Langur ánamaðkur – ljósm. Ásdís Jónsdóttir