13/12/2024

Flosi Helga kominn í knatthöllina Kórinn

Fjórir fræknir kapparFlosi Helgason frá Hólmavík, sem allir Strandamenn þekkja vel og af góðu einu, hefur nú látið af störfum hjá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi þar sem hann hefur starfað í 20 ár. Flosi er ekkert að tvínóna við hlutina, frekar en venjulega, og hefur hafið störf í knatthöllinni Kórnum í Kópavogi og starfar þar með merkustu knattspyrnumönnum þjóðarinnar eins og sjá má hér á meðfylgjandi mynd. Þar er Flosi með Ásgeiri Sigurvinssyni, Arnóri Guðjohnsen og Guðna Bergssyni sem eiga það allir sameiginlegt að koma til greina sem besti knattspyrnumaður Íslandssögunar í vali sem nú stendur yfir.

Að sögn Flosa stunda Strandamenn knattspyrnu í höllinni á föstudagskvöldum kl: 20.00 og eru allir Strandamenn hjartanlega velkomnir. "Þess má til gamans geta að Arnór Guðjohnsen hefur verið duglegur að stunda æfingar með Strandamönnum," segir Flosi glaðbeittur og segir að fólki sé velkomið að koma og skoða þetta glæsilega mannvirki: "Ég lofa að taka vel á móti öllum."

Guðni Bergs, Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Flosi Helga