19/04/2024

Varða til framtíðar að líta dagsins ljós

Fjórir ættliðir Strandamanna vinna nú að því að reisa vörðu til framtíðar utan við Félagsheimilið á Hólmavík. Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson hafa umsjón með verkinu og sjá um hleðsluna og voru komnir vel af stað þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is leit við hjá þeim. Fjöldi gesta og þátttakenda á Stefnumóti á Ströndum hafa komið með stein að heiman til að setja í vörðuna sem verður hin glæsilegasta. Varðan verður tákn um að Strandamenn ætla sér að láta hendur standa fram úr ermum, láta verkin tala og taka framtíðinni með opnum huga.

Varðan

atburdir/2009/580-framtidarvarda1.jpg

Unnið að vörðu til framtíðar – ljósm. Jón Jónsson