26/04/2024

Elstu íbúar landsins?

Telja má fullvíst – eða að minnsta kosti alveg þangað til annað kemur í ljós – að meðalaldur íbúa í Broddaneshreppi á Ströndum sé sá langhæsti á landinu í einum hreppi. Samkvæmt útreikningi vefjarins strandir.saudfjarsetur.is er meðalaldur íbúa þar rétt tæp 52 ár í lok ársins sé miðað við þá sem eiga lögheimili í hreppnum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. des. 2005. Meðalaldurinn væri raunar nokkuð hærri ef einungis væru taldir þeir sem raunverulega búa á staðnum allt árið. Í Broddaneshreppi eru 53 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar, en eins og stærðfræðingar hafa sýnt fram á munar ekki neinu hvort miðað er við höfðatölu eða ekki þegar um meðaltal er að ræða.