23/04/2024

Hvasst í Árneshreppi á jóladag

Mikið suðaustan hvassviðri gekk yfir í Árneshreppi á Ströndum á jóladagsmorgun og stóð framyfir hádegið. Á hádegi var meðalvindhraði 23 m/s í Litlu-Ávík og í vindhviðum fór vindhraðinn allt upp í 40 m/s. Hiti var 10,9 stig um klukkan 9 um morguninn og á hádegi var hann 10,1 stig. Hæst fór hitastigið í 11,4 stig, en seinnipartinn var farið að kólna og hitinn kominn niður í 5 stig. Rauð jól voru um allar Strandir.