10/09/2024

Þorlákstónleikar, pizzur, jólahappdrætti og jólafjör

Jólasveinar - ljósm. JJÞað er heilmikið um að vera á Hólmavík í undirbúningi jólanna og verslunin stendur nú sem hæst. Í Kaupfélaginu er í gangi jólahappdrætti fyrir viðskiptavini og jólakortakassi Lions er þar að venju og munu jólasveinar bera út kortin innanbæjar á Hólmavík. Gjafavöruverslunin Ás er með langan opnunartíma til jóla og Jólamarkaður Strandakúnstar í Galdrasafninu er opinn 14-18. Einnig er hægt að kaupa jólagjafir í Lyfsölunni á Hólmavík. Tónleikar verða á Café Riis kl. 21 á Þorláksmessu og flytur Bjarni Ómar þar lög Bubba Morthens. Í kvöld er einnig hægt að panta og sækja pizzur á Café Riis á milli 17:30-21 og loks er opið hús hjá Rauða krossinum í sjúkrabílaskýlinu við Borgabraut  í dag milli 17:30-19.