
"Fornleifavarsla er umfangsmikið starfssvið sem snertir, auk minjavörslu og fornleifarannsókna, framkvæmdir ýmiss konar, landbúnað, skógrækt, samgöngur, menningartengda ferðaþjónustu og fræðslumál, auk kirkju og kirkjugarða, svo eitthvað sé nefnt.
Fornleifavernd ríkisins býður til umræðufundar um málefni fornleifavörslu miðvikudaginn 29. júní n.k. Fundurinn verður haldinn á Café Riis á Hólmavík og hefst kl. 15.30.
Fundarefni er m.a. kynning á lagaumhverfi fornleifavörslu og umræður um ýmis málefni sem tengjast minjavörslu og framkvæmd hennar. Á fundinum gefst einnig tækifæri til að ræða áhrif minjaverndar og minjavörslu á svæðinu og aðrar aðstæður sem þarf að hyggja sérstaklega að.
Allir velkomnir."