29/05/2024

Vorið er komið víst á ný

TjaldshreiðurVorið er komið aftur, eftir að veturinn minnti óþyrmilega á sig á föstudag og vegir lokuðust um Steingrímsfjarðarheiði og norður í Árneshrepp. Urðu fjölmargir veðurtepptir á Ströndum sem ætluðu vestur á firði eina nótt og var allt gistirými fullnýtt við Steingrímsfjörð og í Bjarnarfirði, auk þess sem fjöldi fólks gisti í heimahúsum eða í björgunarsveitarhúsinu og kvenfélagshúsinu á Hólmavík. Nú á Hvítasunnudag er vorið í algleymi, sauðburður hafinn, tjaldurinn liggur á eggjum, æðarfuglinn byrjaður að verpa og fuglahljóðin áberandi í náttúrunni.

Mörg hundruð rauðbrystingar og dálítill hópur af tildrum setti svip á fjöruna við sunnanverðan Steingrímsfjörð í gær, en báðir fuglar eru fargestir.