Categories
Frétt

Tólf lið í Spurningakeppni Strandamanna

1Skráningu í Spurningakeppni Strandamanna árið 2009 er nú lokið, en alls skráðu tólf lið sig til keppni. Spurningakeppnin fer nú fram í sjötta skipti og spyrill og spurningahöfundur er Arnar S. Jónsson frá Steinadal. Flestar stofnanirnar og félögin í keppninni hafa tekið þátt áður, en nýliðarnir í ár eru Bíla- og kranaþjónusta Danna og Þróunarsetrið á Hólmavík. Annars er ekki mikið vitað um liðsskipan og mörg liðanna bíða eflaust fram á síðustu stundu með að skipa í lið. Dregið verður í keppninni í dag, fimmtudaginn 5. mars, laust eftir kl. 18:00 í Útvarpi Hólmavík 100,1. Drátturinn verður síðan birtur hér á strandir.saudfjarsetur.is, en hér fyrir neðan gefur að líta skráð lið:

1) Bíla- og kranaþjónusta Danna
2) Ferðaþjónustan Kirkjuból
3) Félagsmiðstöðin Ozon
4) Fiskvinnslan Drangur
5) Hólmadrangur
6) Kaupfélag Steingrímsfjarðar
7) Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík
8) Leikfélag Hólmavíkur
9) Skrifstofa Strandabyggðar
10) Sparisjóður Strandamanna
11) Ungmennafélagið Neisti
12) Þróunarsetrið á Hólmavík