Categories
Frétt

Megakukl á Café Riis

Það er að venju mikið um að vera í skemmtanalífinu á Ströndum, en í kvöld, laugardaginn 20. júní treður Megakukl upp á Café Riis á Hólmavík. Tónlistarkuklararnir í Megakukl munu hefja spileríið kl. 23:00 og kukla síðan fram á nótt. Megakukl heimsótti Strandamenn fyrr í vor og á dagskránni voru einkum lög með Bubba, Megasi og KK. Aðgangseyri er stillt í kreppuhóf, segir í tilkynningu, og kostar aðeins kr. 1000 inn á þennan seiðmagnaða viðburð.