05/03/2024

Vinstri Grænir funda

Í kvöld verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fundur vegna fyrirhugaðrar stofnunar félags Vinstri-Grænna í Strandasýslu. Á fundinum, sem hefst kl. 20:00, verður spjallað um stofnun félagsins, stefnu þess og fleira. Góðir gestir mæta á Strandir í tilefni fundarins, en það eru þau Jón Bjarnason alþingismaður (frá Asparvík) og Katrín Jakobsdóttir. Í tilkynningu um fundinn segir ennfremur að allir séu velkomnir og heitt verði á könnunni.