29/05/2024

Flutningabíll í vandræðum

Flutningabíll í vandræðum á Ennishálsi síðasta haustFlutningabíll fór út af vegi í Ennishálsinum sunnanverðum í hálku fyrir stundu og er vegurinn lokaður stærri bílum nú klukkan 16:40. Vagninn stendur inn á veginn. Ekki er hætta á að bíllinn velti, en verið er að reyna að koma honum upp á veginn að nýju. Smærri bílar komast framhjá. Snjókoma er nú á Ströndum og hálka á vegum. Vegfarendur eru hvattir til að fara að öllu með gát.