16/10/2024

Snjór á vegum

Færð á vegum er með þeim hætti nú kl. 8:00 að snjór er á vegi suður frá Hólmavík og hálka á leiðinni milli Drangsness og Hólmavíkur. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði og þar er NA 19 m/s. Einnig er þungfært frá Drangsnesi í Bjarnarfjörð samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veðurspáin er með þeim hætti að reiknað er með austan 18-25 m/s og snjókomu, en talsvert hægari suðvestanátt og úrkomulitlu í nótt. Frosti 0-6 stig.