21/05/2024

Myndir frá hreinsunardegi

Hreinsunardagur á Hólmavík tókst fádæma vel og fjöldi manns tók á honum stóra sínum við þrif og snyrtingu bæjarins. Óhemja af rusli yfirgaf bæinn og víða mátti sjá fólk dytta að grindverkum sínum, mála og þrífa. Nú þarf bara að fylgja þessum þrifadegi almennilega eftir með ábendingum hreppsyfirvalda um hvar þarf að gera betur og aðgerðum í kjölfar þeirra bréfa sem send eru út um umhverfismál. Eins þarf átak meðfram þjóðvegum í hreppnum og á sveitabæjum þegar sauðburði verður lokið. Yfir hundrað manns tóku þátt í grillveislu við Félagsheimilið í dagslok og höfðu gaman af. Hafdís Gunnarsdóttir smellti af þessum myndum af Hólmvíkingum í leik og starfi.

Þrifalegir Hólmvíkingar – ljósm. Hafdís Gunnarsdóttir