27/04/2024

Viktoría Rán nýr kaupfélagsstjóri á Hólmavík

Á Facebooksíðu Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík kemur fram að Viktoría Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin nýr kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Þar segir ennfremur: „Viktoría er Strandamaður, ólst að mestu upp á Svanshóli í Bjarnarfirði, utan þriggja bernskuára í Noregi. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu á Íslandi var Viktoría í sex ár við nám í Bretlandi og Bandaríkjunum, Utah State University (USU) og The University of the West of England (UWE), Bristol, þar sem hún m.a. lauk BSc. námi í alþjóðaviðskiptafræði með áherslu á rekstrar- og mannauðsstjórnun. Að undanförnu hefur Viktoría stundað MSc. nám í Alþjóða hótel- og leiðtogastjórnun í ferðaþjónustu við University of Stavanger (UIS) í Stavanger.“ Viktoría hefur frá 2005 starfað hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Hólmavík.