11/10/2024

Sævangshlaup á laugardaginn

645-hlaupidheim3

Laugardaginn 30. apríl 2016 kl. 11:00 verður Sævangshlaupið haldið í Strandabyggð. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og út í Sævang, en sú hlaupaleið er um 12 km löng.  Skrá þarf þátttöku hjá Ingibjörgu Emilsdóttur á facebook eða á netfangið inga@holmavik.is fyrir 28. apríl, en það er hólmvíski hlaupahópurinn Margfætlurnar sem stendur fyrir viðburðinum. Í tilefni dagsins er tilboð á gúllassúpu, brauði og kaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi á kr. 1.300.- og eru allir velkomnir, bæði hlauparar, aðstandendur og aðrir súpuáhugamenn.