19/09/2024

Vetrarþjónusta um páskana

Vegagerðin á HólmavíkÍ fréttatilkynningu frá Vegagerðinni um vetrarþjónustu á Vestfjörðum um páskana kemur fram að nú séu allar aðalleiðir á Vestfjörðum opnar. Spillist færð verður vetrarþjónustu háttað sem hér segir: Reykjavík - Ísafjörður um Strandir og Djúp: Alla daga. Reykjavík – Patreksfjörður um Vestfjarðaveg: Alla daga. Í dag, mánudag, er verið að opna norður í Árneshrepp á Ströndum og gert ráð fyrir að ef færð spillist þangað aftur verði opnað bæði rétt fyrir og eftir páska.


Vegfarendum er bent á upplýsingasíma Vegagerðarinnar um færð, 1777,  til frekari upplýsingar.