22/07/2024

Formúlan hefst um helgina

Keppt er um þennan farandbikar í deildinni strandir.saudfjarsetur.isFormúlu 1 keppnin hefst núna um helgina og því tilvalið fyrir þá sem ætla að taka þátt í Liðsstjóraleiknum að skrá sig og stofna lið sem allra fyrst. Deildin strandir.saudfjarsetur.is hefur verið stofnuð og allir Strandamenn sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að skrá sig í Strandadeildina og keppa þar innbyrðis um farandbikar strandir.saudfjarsetur.is. Upplýsingar um hvernig á að bera sig að við skráningu í Strandadeildina eru hér að neðan.

Slóðin á Liðsstjóraleikinn er lidsstjorinn.formula.is. Það þarf að byrja á því að nýskrá sig inn ef viðkomandi hefur ekki þegar lið og svo er hægt að skrá sig í sveitina strandir.is. Til þess þarf að smella á tengilinn Sveitir í dálkinum hægra megin og smella síða á Skráning í sveitir.

Kenni á sveitinni er: strandir.saudfjarsetur.is
Lykilorð í sveitina er: strandir

Athugið að þeir sem öttu kappi í deildinni strandir.saudfjarsetur.is á síðasta keppnistímabili þurfa að skrá sig í deildina að nýju.

Góða skemmtun

.
Keppt er um þennan glæsilega farandbikar