19/09/2024

Vetrarsólstöður

Í dag er stysti dagur ársins og vetrarsólhvörf – hátíð hjá Ásatrúarmönnum. Menn þurfa að vera vel vakandi til að nýta dagsbirtuna sem best, bæði börn og fullorðnir.

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Jón Jónsson – smellti af þessum myndum af börnum að leika sér í snjónum sem hefur kyngt niður á Kirkjubóli á Ströndum í dag. Þær eru teknar um hábjartan daginn (eða eins og hann verður bjartastur þessa dagana).