16/10/2024

Ógnvænleg þróun …

Þessi er harðákveðinn í að flytja ekki (eða deyja).Á tíu ára tímabili, frá árinu 1994 til ársins 2004, hefur Strandamönnum fækkað um nákvæmlega 280. Til viðmiðunar má nefna að það eru fleiri en nú búa samanlagt í Bæjarhreppi, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi. Þessar tölur eru sláandi, en þó er ljóst að þessi neikvæða þróun hefur verið frekar jöfn og þétt undanfarin ár. Versta árið var 1995, en þá fækkaði íbúum um 49. Árið 1999 fækkaði íbúum um 45, en árið í ár er það þriðja versta frá 1991 hvað varðar fólksfækkun – íbúum á Ströndum fækkaði um 38 á þessu ári.

Samanburður eftir hreppum á Ströndum 1994 og 2004:

Hreppur

1994

2004

Fækkun

Bæjarhreppur

127

103

24

Broddaneshreppur

102

53

49

Hólmavíkurhreppur

580

462

118

Kaldrananeshreppur

160

117

43

Árneshreppur

103

57

46

Samtals:

1072

792

280

Á vef Hagstofunnar (www.hagstofa.is) má sjá tölur yfir fólksfækkun á Ströndum frá 1991, en þá bjuggu ríflega 1100 manns á Ströndum að viðbættum Nauteyrarhreppi. Eina árið sem íbúum á Ströndum fækkaði ekki var árið 2003 en þá fjölgaði um tvo í sýslunni. Því miður virðist hin góða útkoma þess árs ekki hafa færst yfir á árið 2004.

1991 – 1117 íbúar

1992 – 1100 íbúar (Fækkaði um 17 frá fyrra ári)

1993 – 1081 íbúar (Fækkaði um 19 frá fyrra ári)

1994 – 1072 íbúar (Fækkaði um 9 frá fyrra ári)

1995 – 1023 íbúar (Fækkaði um 49 frá fyrra ári)

1996 – 987 íbúar (Fækkaði um 36 frá fyrra ári)

1997 – 958 íbúar (Fækkaði um 29 frá fyrra ári)

1998 – 927 íbúar (Fækkaði um 21 frá fyrra ári)

1999 – 882 íbúar (Fækkaði um 45 frá fyrra ári)

2000 – 859 íbúar (Fækkaði um 23 frá fyrra ári)

2001 – 840 íbúar (Fækkaði um 19 frá fyrra ári)

2002 – 828 íbúar (Fækkaði um 12 frá fyrra ári)

2003 – 830 íbúar (Fjölgaði um 2 frá fyrra ári)

2004 – 792 íbúar (Fækkaði um 38 frá fyrra ári)