07/11/2024

Þorrablót á Borðeyri á laugardag

Þorranefndin í Bæjarhreppi minnir á þorrablótið sem haldið verður í skólahúsinu á Borðeyri næsta laugardag, þann 13. febrúar. Húsið opnar kl. 20:30, en blótið hefst kl. 21:00. Bjarni Ómar og Stefán Jónsson á Hólmavík leika fyrir dansi eftir mat og skemmtun og árviss annáll Einars Georgs verður meðal skemmtiatriða. Miðaverð er 5.500.- og posi á staðnum. Tekið er á móti pöntunum fram á fimmtudagskvöldið 11. febrúar og eru það Ólivia á Hlaðhamri 451-1156 eða 898-4872 og Rósa á Kolbeinsá 451-1176 eða 848-3852 sem taka við pöntunum.