22/12/2024

Vestfirðir kynntir á VestNorden

Markaðsstofa Vestfjarða var með kynningarbás á kaupstefnunni Vestnorden 2006 sem haldin var hér á landi nýlega. Níu stofnanir og fyrirtæki af Vestfjörðum tóku þátt í kynningunni undir sameiginlegum hatti Markaðsstofunnar. Sýningin þótti takast vel og var almenn ánægja með kynningu og móttökuna á básnum. Að sögn Jóns Páls Hreinssonar forstöðumanns Markaðsstofunnar heimsóttu liðlega 60 erlend ferðaþjónustufyrirtæki básinn og fengu upplýsingar um Vestfirði.


Næstu daga verður þessum heimsóknum fylgt eftir og haft samband við þessa aðila og þeim veitt enn frekari aðstoð. Væntingar standa til þess að þessir aðilar hugsi nú af enn frekari alvöru til Vestfjarða og geri átak í að selja ferðir á svæðið til sinna viðskiptavina.