28/05/2024

Jón Páll sýningarstjóri kátur

Jón Páll Hreinsson sýningarstjóri í Perlunni Vestfirði var í sólskinsskapi í morgun áður en Perlan opnaði: "Helgin leggst vel í mig og stemmningin er ótrúlega góð hjá þeim sem hér hafa safnast saman til að sýna það besta sem Vestfirðir bjóða upp á." Jón Páll kveðst mjög ánægður með þátttöku fyrirtækjanna í sýningunni og vonast til að sem allra flestir leggi leið sína í Perluna í dag og á morgun til að heimsækja þjónustufyrirtækin.

Sólin skín á Jón Pál Hreinsson í forgrunni, Skarphéðinn Njálsson er baka til með Rimmugýgi

Ljósm. Jón Jónsson