19/09/2024

Vantar 4 milljarða í vegamálin

Kristinn H. GunnarssonÍ grein sem birtist hér í dag undir flokknum Aðsendar greinar eftir Kristinn H. Gunnarsson alþingismann kemur fram að fjármagn til vegamála er minna næstu 4 árin, en gert var ráð fyrir í lagntímaáætlun 2003-14. Látið hefur verið að því liggja að þar sem framkvæmdum sé frestað árin 2004, 2005 og  2006, verði síðan aftur bætt við fjármagni árin 2007 og 2008 og niðurstaðan á þá að verða óbreytt fjármagn til vegamála. Það er hins vegar ekki raunin, að sögn Kristins í athyglisverðri grein.