26/04/2024

Dalbær opinn í sumar

Nýtt fólk hefur tekið við rekstrinum á Dalbæ á Snæfjallaströnd, utan við Kaldalón, Ágústa og Gísli Páll. Þau eru bæði við nám í ferðamálafræðum við Hólaskóla og slógu til í sumar og ákváðu að reka ferðaþjónustu á Snæfjallaströndinni. Þar er í sumar í boði svefnpokagisting í sal, tjaldsvæði og léttar veitingar. Sögusýningar frá Snjáfjallasetri eru einnig í Dalbæ. Í Kaldalóni og á Snæfjallaströnd eru margar stórgóðar gönguleiðir og einnig mögulegt að komast í siglingu út í Æðey, Grunnavík eða Jökulfirði ef pantað er. Fyrir Strandamenn er kjörinn sunnudagsrúntur að skreppa á Snæfjallaströndina.

Dalbær á Snæfjallaströnd
– veitingar, gisting, tjaldsvæði og sögusýningar
Gestgjafar: Ágústa og Gísli Páll
Símar: 696-8306 og 662-4888


Félagsheimilið Dalbær á Snæfjallaströnd