Categories
Frétt

Vegur ekki lagður um Teigskóg í Reykhólasveit

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi
umhverfisráðherra, um að leyfa vegagerð í Teigskógi í Reykhólasveit, á
sunnanverðum Vestfjörðum. Rétturinn staðfesti þar með ársgamlan dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur, á þeirri forsendu að umhverfisráðherra hafi ekki verið heimilt að byggja úrskurð sinn um mat á umhverfisáhrifum á því hvaða áhrif veglagningin hefði á umferðaröryggi. Þar væri um að ræða ávinning af framkvæmdinni sjálfri, en ekki hluta af umhverfisáhrifum hennar. Þar sem Vegagerðin tapaði þessum málarekstri má ljóst vera að vegabætur milli Þórisstaða í Þorskafirði og Krakár í Gufufirði í Reykhólasveit tefjast enn.

Dóminn má finna undir þessum tengli.