05/10/2024

Fleiri sýningar á Blessuðu barnaláni framundan

blessad2

Leikfélag Hólmavíkur hefur undanfarið sýnt gamanleikinn Blessað barnalán í félagsheimilinu á Hólmavík. Nú eru framundan tvær sýningar föstudaginn 18. nóvember kl. 20:00 og sunnudaginn 20. nóvember kl. 16:00. Blessað barnalán er gamanleikur í fjórum þáttum sem Kjartan Ragnarsson samdi árið 1977. Nauðsynlegt er að panta miða á uppsetninguna að þessu sinni, því takmarkað framboð er á sætum. Leikstjóri er Guðbjörg Ása Jóns- og Huldudóttir og svarar hún í miðasölusímann 659-5135.

Í leikritinu segir frá mæðginum á Hólmavík sem grípa til örþrifaráða til að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn. Ýmsir magnaðir karakterar koma einnig við sögu.

Miðaverð eru kr. 3000 fyrir fullorðna og kr. 1500 fyrir börn 14 ára og yngri. Posi verður á staðnum. Meðfylgjandi mynd tók Eiríkur Valdimarsson á æfingu.

blessad4 blessad3

Frá æfingum – Ljósm. Eiríkur Valdimarsson