Categories
Frétt

Hnyðlingar á náttúrustofufundi á Reykhólum

Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 12:15 – 12:45 flytur Ingvar Atli Sigurðsson, jarðfræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sitt: "Hnyðlingar i íslenskum gosmyndunum." Erindið er hluti af fyrirlestarröð Náttúrustofa á landinu sem sjónvarpað er í fjarfundi víða um land. Náttúrustofurnar eru sjö í öllum landshlutum og þar starfar hópur fagfólks á ýmsum fræðasviðum. Rétt er að vekja athygli á því að Reykhólar bætast við þá staði sem hægt er að fylgjast með erindinu og Strandamenn eru velkomnir á fundinn í grunnskólanum þar. Fjarfundabúnaður Strandabyggðar sem notaður var til að miðla slíkum fundum til Hólmavíkur hefur nú verið bilaður um nokkra hríð.