16/10/2024

Trjónufótbolti í helgarsporti

Sauðfjársetur á Ströndum og Leikfélag Hólmavíkur keppa í trjónuboltaSamkvæmt heimildum strandir.saudfjarsetur.is er ætlunin að sýna innslag frá trjónufótbolta á Ströndum í Helgarsporti Ríkissjónvarpsins. Gísli Einarsson fréttamaður RÚV á Vesturlandi var við opnun Íþróttamiðstöðvarinnar í janúar og myndaði trjónufótboltann við það tækifæri. Sagðist Gísli reikna með að innslagið kæmi í Helgarsportinu á sunnudaginn kemur eða annan sunnudag. Helgarsportið er á dagskrá kl 21:55 á sunnudaginn kemur og er því um að gera að fylgjast með.