13/09/2024

Strandabyggð á vefnum

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is og Strandabyggð hafa gert með sér samkomulag um margvíslega birtingu á síbreytilegum upplýsingum tengdum sveitarfélaginu á vefnum. Þar er meðal annars um að ræða upplýsingar um stofnanir og nefndir sveitarfélagsins, tilkynningar og auglýsingar, fundargerðir og margvísleg umsóknareyðublöð. Á spássíunni hér til vinstri er tengill inn á þessar upplýsingar um sveitarfélagið Strandabyggð, en í dag var einmitt bætt inn hreppsnefndarfundargerð frá því í gær sem finna má undir þessum tengli.

Samkvæmt samkomulaginu verða allar fundargerðir starfandi nefnda í sveitarfélaginu einnig settar hér inn á vefinn og miðað við þá vinnureglu hjá ritstjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins að þær birtist í síðasta lagi þremur virkum dögum eftir fund.