22/07/2024

Sumarfrí á Héraðsbókasafninu

Síðasti opnunardagur fyrir sumarfrí á Héraðsbókasafni Strandasýslu í Grunnskólanum á Hólmavík er komandi fimmtudagskvöld kl. 20-21. Síðan verður safnið lokað almenningi þangað til Grunnskólinn hefst í haust. Að sögn Esterar Sigfúsdóttur bókavarðar á safninu er töluvert um að Strandamenn sæki sér bækur að lesa yfir sumarið jafnt sem veturinn.