26/04/2024

Tónlist fyrir alla á Borðeyri

Í gær komu tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson sem er betur þekktur sem KK og Guðmundur Pétursson í heimsókn í barnaskólann á Borðeyri og spiluðu og sungu bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Þeir eru á yfirreið um landið með prógram sem þeir kalla Tónlist fyrir alla. Þeir stöldruðu við í skólanum í um klukkutíma og fyrir utan að spila og syngja þá spjölluðu þeir við börnin, gáfu þeim eiginhandaráritanir og gerðu bara hina mestu lukku. Þarna hitti KK frænda sinn, Guðmund Kjartan Gíslason, og eins og sjá má þá fór vel á með þeim.

Ljósm. Oddný Ásmundsdóttir