14/09/2024

Umhverfisdagur á Hólmavík 19. maí


Í dag, laugardaginn 19. maí, er Umhverfisdagur á Hólmavík. Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins til að klæða sig í kuldagallann og hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum: 14:00 Bláa hverfið 15:00 Appelsínugula hverfið 16:00 Rauða hverfið. Íbúar á Hólmavík eru hvattir til að gera sér glaðan dag við hreinsun, fegrun og tiltekt og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn!