08/10/2024

Þrírifað í þrístýft

Nú á sunnudaginn kl. 13:00, við upphaf Furðuleika á Ströndum verður opnuð sýning í Sauðfjársetrinu í Sævangi á verkinu Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt, sem unnið er af nemendum Reykhólaskóla í samvinnu við kennarana Kolfinnu Ýr Ingólfsdóttur og Rebekku Eiríksdóttur. Verkið gerir skil eyrnamörkum og markaheitum og bæjamörkum í Reykhólahreppi. Áður en Furðuleikarnir hefjast verður nemendum Reykhólaskóla þakkað fyrir verkið, sem verður til sýnis á Sauðfjársetrinu í sumar. Strandamenn, íbúar Reykhólahrepps og aðrir gestir eru hvattir til að líta við og skoða þessa skemmtilegu sýningu.