11/10/2024

Tjaldurinn mættur

Tjaldurinn er mætturFyrstu farfuglarnir eru farnir að láta sjá sig við Steingrímsfjörð. Einkennisfugl Færeyja, Tjaldurinn, er kominn og búinn að jafna sig eftir ferðalagið því hann er byrjaður að hrópa og kalla í fjörunni. Fregnir hafa borist af þessum háværa farfugli á Bassastöðum þann 19. mars og Kirkjubóli 20. mars og hann lét svo sjá sig í Skeljavíkinni sunnan við Hólmavík í gær. Þetta er svipaður tími og síðustu ár. Vorið er greinilega í nánd.

Tjaldurinn í Skeljavíkinni – ljósm. Júlla og Villi á Hólmavík