14/06/2024

Kennararnir unnu Spurningakeppnina

Sigurlið kennara - Hildur, Kristján og HranfhildurKennarar við Grunnskólann á Hólmavík sigruðu Spurningakeppni Sauðfjársetursins þetta árið. Slógu þeir Hólmadrang út í undanúrslitum 24-23 og sigruðu síðan fréttaritara á strandir.saudfjarsetur.is í úrslitaviðureign 27-20, en fréttamenn höfðu áður sigrað skrifstofu Hólmavíkurhrepps 32-23. Keppnirnar voru býsna spennandi og var sigur kennaranna verðskuldaður. Fengu þeir Viskubikarinn til varðveislu í eitt ár að launum, auk veglegrar bókagjafar frá Eddu útgáfu.

Sigurlið kennara við Grunnskólann á Hólmavík – Hildur Guðjónsdóttir, Kristján Sigurðsson og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.