12/12/2024

Norðurljós í Trékyllisvík


Kvennakórinn Norðurljós verður með tónleika í Árneskirkju í Trékyllisvík fimmtudaginn 4. júlí og hefjast tónleikarniar klukkan 20:00. Létt og skemmtilegt prógram verður sungið, en stjórnandi kórsins er séra Sigríður Ólafsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Kennakórinn Norðurljós hélt nýlega tónleika á Hamingjudögum á Hómavík og á dagskránni í haust er söngferð til Glasgow.