12/12/2024

Reglum um merkingar sauðfjár breytt

Í Bændablaðinu kemur fram að ákveðið hefur verið að breyta reglugerðinni um plötumerkingar í sauðfé. Í viðtali við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra kemur fram að taka eigi relgugerðina til skoðunar þannig að hún verði sem auðveldust og einföldust í framkvæmd. Hann er þeirrar skoðunar að aðeins eigi að vera eitt merki í fullorðnu fé og að bændur eigi að gera hirt lambamerki úr sláturhúsi, sótthreinsað þau og notað aftur. Komast verði hjá tvíverknaði.