22/07/2024

Spurningakeppnin 2005

Undirbúningur er nú hafinn fyrir Spurningakeppni Strandamanna 2005 og stendur Sauðfjársetur á Ströndum fyrir henni eins og síðustu ár. Búið er að negla niður keppniskvöld og verður keppt sunnudagskvöldin 6. og 20. febrúar og 6. og 20. mars að öllu óbreyttu. Spyrill og dómari síðustu ára, Arnar S. Jónsson, hefur þótt standa sig afbragðsvel í hlutverkinu. Hann fær frí þetta árið og nú vantar mann eða menn til að leysa hann af.

Sauðfjársetrið lýsir því hér með eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér að semja spurningar, dæma og spyrja. Vel má hugsa sér að fleiri en einn sinni þessum störfum. Eru menn hvattir til að hafa samband við Jón Jónsson á Kirkjubóli (strandir@strandir.saudfjarsetur.is) ef þeir hafa áhuga.

Vef Sauðfjársetursins má finna hér.