12/12/2024

Þorrablót í Sævangi

Hrútspungarnir eru alltaf vinsælirÍ kvöld verður haldið árlegt þorrablót í félagsheimilinu Sævangi. Þangað mæta venjulega Bitrungar, Kollfirðingar og Tungusveitungar, auk fjölda fólks frá Hólmavík og víðar sem ættað er af þessu svæði eða á þar vinafólk. Undirbúningur hefur gengið vel, en það eru Bitrungar sem sjá um skemmtiatriðin þetta árið. Tungusveitungar sjá að venju um kræsingarnar. Í dreifimiða eru væntanlegir gestir áminntir um hnífapörin.