04/10/2024

Árneshreppur mætir sveitarfélaginu Garði í Útsvarinu

arneshreppur 106

Árneshreppur á Ströndum tekur þátt í spurningakeppni sveitarfélaga hjá Ríkisútvarpinu og hefur keppni í Útsvarinu nú á föstudagskvöldið 23. september kl. 20:00. Lið Árneshrepps er skipað Birnu Hjaltadóttur frá Bæ, Guðmundi Björnssyni Melum og Arnari H. Ágústssyni Steinstúni. Símavinur liðsins verður Hrafn Jökulsson sem var búsettur í Árnehreppi um tíma. Andstæðingurinn í þessari fyrstu keppni Árneshrepps í vetur verður sveitarfélagið Garður sem er einnig að taka þátt í fyrsta skipti. Keppendur fyrir sveitarfélagið Garð eru Magnús Guðmundsson kennari og fyrrverandi skipstjóri, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Guðjón Árni Antoníusson íþróttafræðingur og knattspyrnukappi. Umsjónarmenn Útsvars eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir og spurningahöfundar Ævar Örn Jósepsson og Sigyn Blöndal.