12/11/2024

Vistvernd í verki að fara af stað

Nýverið var haldinn á Hólmavík kynningarfundur um umhverfisverkefni fyrir heimili sem nefnist Vistvernd í verki. Sveitarfélagið Strandabyggð hyggst nú taka þátt í þessu verkefni á Ströndum og er Ásta Þórisdóttir verkefnisstjóri. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í verkefnið eða fá nánari upplýsingar hafi samband í s: 451 3389 eða astathoris@internet.is ekki síðar en miðvikudaginn 13. janúar og hefst verkefnið daginn eftir. Bæklinginn Skref fyrir skref sem skrifaður er fyrir venjulegt fólk um vistvænan lífsstíl má nálgast undir þessum tengli (4mb). Vefsíðu Vistverndar í verki má finna hér á heimasíðu Landverndar.

Vistvernd í verki byggist á hópstarfi þar sem fulltrúar 5-8 heimila koma saman um það bil 7 sinnum á þremur mánuðum. Hverjum hópi er fylgt eftir af þjálfuðum leiðbeinandi og allir þátttakendur fá handbók og vinnubók þar sem finna má góð ráð og skrá árangur starfsins. Leiðbeinandi stýrir fyrsta og síðasta fundi en þess á milli starfar hópurinn sjálfstætt en með stuðningi leiðbeinanda.

Í bókinni eru tekin fyrir fimm viðfangsefni; sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Fundirnir eru notaðir til að fara yfir ýmis atriði í rekstri heimilisins og til að finna leiðir til úrbóta, bæði hvað varðar sparnað heimilisins og umhverfisvernd. Hver fundur er helgaður einu viðfangsefni. Fyrir og eftir verkefnið er mælt nákvæmlega hvað ávinnst á einstökum sviðum.

bottom

frettamyndir/2009/580-vistvernd1.jpg

Frá kynningarfundinum – ljósm Ásta Þórisdóttir