13/11/2024

Þorrablót á Hólmavík á laugardaginn

Þorrablót Strandabyggðar verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík nú á laugardagskvöldið 31. janúar. Húsið opnar kl 19:30 og hefst skemmtunin kl. 20:00. Miðar verða seldir í andyri Félagsheimilins fimmtudaginn 29. janúar frá kl. 16:00-18:00, og er miðaverð kr. 6.500. Enn er hægt að bæta við skráningum á blótið, en þátttaka er góð og mikil stemmning í nefndinni sem sér um skemmtunina. Má búast við góðu gríni og glensi, en það verður hljómsveitin Kokteill sem spilar síðan fyrir dansi að loknum mat og skemmtun.